fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Sérfræðingar segja Pútín vera löglegt skotmark

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. mars 2022 18:00

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa eflaust velt fyrir sér hvort Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sé lögmætt skotmark í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Spurningin hljómar kannski undarlega í eyrum annarra en sérfræðingar segja að það sé ekki brot á alþjóðalögum ef einstök ríki reyna að ráða þjóðhöfðingja annars ríkis af dögum ef ríkin eiga í stríði.

TV2 skýrir frá þessu. Hefur miðillinn eftir Kenneth Øhlenschlæger Buhl, hjá danska varnarmálaskólanum, að ef viðkomandi sé þjóðhöfðingi og samtímis yfirmaður hersins, bæði formlega og í raun, þá sé viðkomandi löglegt skotmark þegar stríð geisar.

Astrid Kjeldgaard-Pedersen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, tók undir þetta og sagði að þegar stríð geisi sé gerður greinarmunur á óbreyttum borgurum og þeim sem berjast. Hermenn taki þátt í bardögum og það megi drepa þá og Pútín sé æðsti yfirmaður rússneska hersins og falli því undir það að vera þátttakandi í bardögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði