fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Bólusetningar færast á heilsugæslustöðvarnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 28. febrúar 2022 10:46

Bólusetning með Pfizer bóluefni í Laugardalshöll Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núna er ekki lengur bólusett fyrir Covid-19 í Laugardalshöllinni og hafa bólusetningarnar færst til heilsugæslustöðvanna. Tímar í bólusetningar á heilsugæslustöðvunum eru bókaðir á Mínum síðum á heilsuvera.is. Þeir sem ekki hafa rafræn skilríki geta hringt í sína heilsugæslustöð og bókað tíma. Foreldrar geta bókað bólusetningu fyrir börn sín.

Sjá nánar í eftirfarandi tilkynningu frá Heilusgæslunni á höfuðborgarsvæðinu:

 

Bólusetningar færast á heilsugæslustöðvar

Bólusetningar vegna COVID-19 hafa nú verið færðar til heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og því ekki lengur bólusett í Laugardalshöll. Á heilsugæslustöðvunum verður bæði hægt að fá grunnbólusetningar fyrir alla 5 ára og eldri og örvunarbólusetningar fyrir 16 ára og eldri. Til að fá örvunarbólusetningu þurfa fjórir mánuðir eða meira að hafa liðið frá seinni skammti grunnbólusetningar.

Þau sem vilja nýta sér þessa þjónustu heilsugæslustöðvanna þurfa að bóka tíma á Mínum síðum á vefnum Heilsuvera.is. Foreldrar og forræðisaðilar geta bókað tíma fyrir börn 15 ára og yngri. Þau sem ekki eru með rafræn skilríki geta hringt beint í sína heilsugæslustöð til að bóka tíma í bólusetningu.

Ekki verður bólusett alla daga á öllum heilsugæslustöðvum. Til að nýta bóluefnið sem best verður bólusett á ákveðnum dögum á hverri stöð. Stefnt er á að nota eingöngu bóluefni frá Pfizer. Ekki þarf að greiða fyrir þessa þjónustu heilsugæslunnar, hvorki fyrir komu né fyrir bóluefnið sjálft.

„Það hefur gengið mjög vel að bólusetja í Laugardalshöll en nú virðist sem flestir sem ætla að þiggja bólusetningu séu búnir að koma til okkar svo það hentar vel að færa þessa starfsemi inn á heilsugæslustöðvarnar,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um þessa þjónustu á netspjallinu á vefnum Heilsuvera.is. Einnig er hægt að hringja í Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar alla daga milli 8 og 22 í síma 513 1700 eða hafa samband beint við næstu heilsugæslustöð.

Þau sem þegar hafa fengið COVID-19 og eru ekki fullbólusett geta kynnt sér reglur og ráðleggingar fyrir einstaklinga með sögu um COVID-19 frá Embætti landlæknis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd