fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Ökumaður í vímu rauf COVID-einangrun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 05:11

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu eftir miðnætti handtók lögreglan ökumann í Hlíðahverfi en sá er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Ökumaðurinn reyndist einnig vera smitaður af COVID-19 og átti að vera í einangrun. Að sýnatöku lokinni var ökumanninum og farþeganum ekið að einangrunarstað þeirra. Farþeginn var ekki skráður smitaður.

Þessu til viðbótar voru fimm ökumenn handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum. Bifreið eins var með röng skráningarmerki sem ökumaðurinn viðurkenndi að hafa stolið. Hann er því grunaður um skjalafals og þjófnað hvað það varðar. Einn ökumaður er að auki grunaður um vörslu og sölu fíkniefna.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af manni í Miðborginni en hann hafði stolið búnti af pokum að verðmæti 680 krónur.

Á sjöunda tímanum í gær varð hjólabrettaslys í Hafnarfirði. Ungur drengur datt af hjólabretti sínu og bar hendurnar fyrir sig. Hann var fluttur á bráðadeild með sjúkrabifreið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt