fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Tveir ölvaðir ökumenn óku á í gærkvöldi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 06:03

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ökumenn, sem eru grunaðir um ölvun við akstur, voru valdir að umferðaróhöppum í Reykjavík í gærkvöldi. Annar ók aftan á bifreið á Kringlumýrarbraut á tólfta tímanum. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar fór á bráðadeild en hann var með verki í höfði og kálfa eftir ákeyrsluna. Flytja þurfti báðar bifreiðarnar á brott með dráttarbifreið.

Hinn ökumaðurinn velti bifreið sinni á Bústaðavegi á níunda tímanum. Enginn meiddist en bifreiðin og götuviti skemmdust. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Báðir ökumennirnir voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar á málum þeirra.

Á áttunda tímanum í gær voru tveir menn handteknir í bifreið í Miðborginni. Þeir eru grunaðir um vörslu fíkniefna. Hald var lagt á meint fíkniefni. Mennirnir voru látnir lausir að skýrslutöku lokinni. Bifreið þeirra var ótryggð og voru skráningarnúmer hennar því fjarlægð.

Í Kópavogi hafði lögreglan afskipti af konu í íbúð hennar en mikla fíkniefnalykt lagði frá íbúð hennar. Konan afhenti meint fíkniefni.

Á tólfta tímanum var ekið á ljósastaur á Nýbýlavegi en ökumaðurinn stakk af frá vettvangi án þess að tilkynna um tjónið. Orkuveitunni var tilkynnt um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brú Talent kaupir Geko Consulting

Brú Talent kaupir Geko Consulting
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Vilhjálmur til OK