fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Síðustu sjö ár voru þau hlýjustu í sögunni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 17:15

Fólk reynir að kæla sig í kæfandi hita. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári hélt sú þróun áfram að það var mjög hlýtt hér á jörðinni og var árið það fimmta hlýjasta frá upphafi mælinga. Síðustu sjö ár eru þau hlýjustu á heimsvísu frá upphafi mælinga.

Þetta kemur fram í skýrslu frá Copernicus, loftslagsstofnun ESB, sem fylgist með loftslagsbreytingum og veðurfari. Stofnunin varar einnig við auknu magni metans í andrúmsloftinu.

Tölurnar frá Copernicus sýna að síðasta ár var ekki öðruvísi en árin þar á undan hvað varðar hita hér á jörðinni. Árið var það fimmta hlýjasta frá upphafi mælinga, hitinn var aðeins hærri en 2015 og 2018.

„2021 var enn eitt ári öfgahita. Þetta var hlýjasta sumar sögunnar í Evrópu, hitabylgjur við Miðjarðarhafið og óvenjulega miklir hitar í Norður-Ameríku,“ segir Carlo Buontempo, forstjóri Copernicus og bendir á að þetta sé skýr áminning um að við verðum að breyta lífsháttum okkar og taka áhrifarík skref í átt til aukinna sjálfbærni.

Nákvæmar veðurfarsmælingar ná aftur til miðrar nítjándu aldar.

Á síðustu sjö árum hefur meðalhitinn verið 1,1 til 1,2 gráðum yfir meðalhitanum frá 1850 til 1900.

Víða um heiminn urðu miklar náttúruhamfarir af völdum veðurs. Má þar nefna gróðurelda í Ástralíu og Síberíu, gríðarlega hitabylgju í Norður-Ameríku auk mikillar úrkomu í Asíu, Afríku og Evrópu með tilheyrandi flóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni