fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Ekið á hjólreiðamann – Heimilislausum manni úthýst úr gistiaðstöðu á vegum borgarinnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. janúar 2022 05:49

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta tímanum í gær var ekið á hjólreiðamann í Garðabæ þegar hann var að fara yfir akbraut. Hann var á gangbraut og kastaðist 3-4 metra við höggið. Hann fann til verkja í læri, baki og öxlum. Eiginkona hans ætlaði að aka honum á Bráðadeild.

Um klukkan tvö í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglunnar að hóteli í Miðborginni en þar var starfsfólkið í vandræðum með ofurölvi mann. Hann gistir venjulega í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar en hefur verið í straffi þar síðustu daga og á því ekki í nein hús að venda og gistir á götunni í 7 stiga frosti eins og var nú í nótt. Hann fékk gistingu í fangageymslu lögreglunnar.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Hlíðahverfi. Gluggi hafði verið spenntur upp og læsing brotin. Ekki liggur fyrir hverju var stolið.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var ökumaður kærður fyrir akstur gegn einstefnu í Hlíðahverfi.

Um klukkan 20 var ekið á ljósastaur í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Enginn slasaðist en bifreiðin skemmdist mikið og staurinn skemmdist einnig.

Þrír ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra var einnig kærður fyrir of hraðan akstur 118 km/klst. á Vesturlandsvegi þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar

Varaþingmaður segir fjölmiðla og stjórnvöld hafa farið fram með offorsi – Ekki hættulegra að búa í Grindavík en víða annars staðar
Fréttir
Í gær

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari

Bandaríska vegabréfið aldrei jafn máttlaust og nú – Flest evrópsk vegabréf sterkari
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frakkar hyggjast viðurkenna Palestínu sem ríki – Ísraelar og Bandaríkjamenn fordæma ákvörðunina

Frakkar hyggjast viðurkenna Palestínu sem ríki – Ísraelar og Bandaríkjamenn fordæma ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynja Dan birtir myndir af meintum þjófum – „Þeir einu sem geta kært mig fyrir þetta eru þeir sjálfir“

Brynja Dan birtir myndir af meintum þjófum – „Þeir einu sem geta kært mig fyrir þetta eru þeir sjálfir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bruninn í Tryggvagötu 4-6: Tveir kettir fundust látnir í gærkvöldi – „Hann fær enga aðstoð hjá félagsmálayfirvöldum“

Bruninn í Tryggvagötu 4-6: Tveir kettir fundust látnir í gærkvöldi – „Hann fær enga aðstoð hjá félagsmálayfirvöldum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja nefna flugvöllinn í Birmingham eftir Ozzy Osbourne – Undirskriftasöfnun hafin

Vilja nefna flugvöllinn í Birmingham eftir Ozzy Osbourne – Undirskriftasöfnun hafin