fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Covid sjúklingum fækkar á LSH í miðri metbylgju

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 30. desember 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inniliggjandi sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum eru í dag 19 talsins, og hefur þeim því fækkað um tvo síðan í gær, en þá lágu 21 inni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum og uppfærðum tölum á covid vefsvæði spítalans.

Í lok síðustu viku voru 14 inniliggjandi með Covid, en þeim fjölgaði um 7 á einu bretti eftir hópsmit á hjartadeild þegar sjúklingar sem voru þegar inniliggjandi af öðrum ástæðum smituðust af Covid.

Fækkun inniliggjandi sjúklinga hljóta að teljast góðar fréttir fyrir land og þjóð í baráttunni við faraldurinn sem brátt markar tveggja ára afmæli sitt hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þannig í gær að kæmi í ljós að innlögnum myndi ekki fjölga vegna gríðarlegrar útbreiðslu Ómíkron afbrigðisins væri hægt að ráðast í afléttingar á takmörkunum hér á landi, sem eru þær hörðustu á Norðurlöndum.

Þá sagði New York Times jafnframt frá því í vikunni að sterkar vísbendingar væru um að Ómíkron afbrigðið gengi hraðar yfir, þ.e. tími frá smita og þar til einkenni kæmu fram væri styttri, og jafnvel mun styttri, en hjá fyrri afbrigðum kórónuveirunnar SARS-Cov-2, sem hjá sumum veldur Covid-19 sjúkdómnum. Er bandaríska sóttvarnastofnunin CDC sögð hafa litið til slíkra rannsókna þegar þau tóku ákvörðun um að stytta einangrunartíma einkennalausra úr tíu dögum í fimm.

Fleiri lönd hafa síðan riðið á vaðið með styttingu einangrunartíma einkennalausra, nú síðast Spánn sem tilkynnti styttingu í morgun. Þórólfur sagði slíkt þó ekki tímabært hér á landi í bili.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll timbursali stefnir ríkinu – Segir förgun á 5,5 milljóna vörusendingu ólöglega

Páll timbursali stefnir ríkinu – Segir förgun á 5,5 milljóna vörusendingu ólöglega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann