fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

Rán í Hlíðahverfi – Neitaði að nota andlitsgrímu og hrækti á starfsfólk

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. desember 2021 05:57

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan 20 í gærkvöldi var tilkynnt um rán í Hlíðahverfi. Tveir menn höfðu ógnað þeim þriðja með eggvopni og tekið fjármuni af honum. Þeir komust undan en lögreglan telur sig vita hverjir voru að verki. Málið er í rannsókn.

Um miðnætti var ölvuð ung kona handtekin í Vesturbænum. Hún hafði verið til ama á tónleikum. Hún hafði meðal annars neitað að bera andlitsgrímu, hrækt á starfsfólk, slegið til þess og klórað. Hún var flutt á lögreglustöð og látin laus eftir viðræður. Hún á kæru yfir höfði sér.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tveimur ölvuðum mönnum vísað á brott frá sundstað í Miðborginni en þeir höfðu verið með leiðindi við starfsfólk vegna þess að þeir fundu ekki skóna sína.

Skömmu fyrir miðnætti höfðu lögreglumenn afskipti af starfsemi veitingastaðar í Miðborginni eftir að lögreglumenn sáu 6 manns yfirgefa staðinn með áfengisflöskur. Grunur leikur á að sóttvarnalög hafi verið brotin sem og lög um veitingastaði.

Tveir ökumenn voru handteknir á ellefta tímanum í gærkvöldi grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Annar þeirra er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Hinn lenti í árekstri áður en hann var handtekinn. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um umferðarslys í Grafarholti. Bifreið hafði verið ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn var fluttur á Bráðadeild en hann sagðist hafa sofnað við aksturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigrún birtir aldrei tásumyndir – Ástæðan er hvimleitt fyrirbæri

Sigrún birtir aldrei tásumyndir – Ástæðan er hvimleitt fyrirbæri
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Þá hafði fólk þetta gert aðsúg að honum fyrir það eitt að vera dökkur á hörund að keyra leigubíl“

„Þá hafði fólk þetta gert aðsúg að honum fyrir það eitt að vera dökkur á hörund að keyra leigubíl“
Fréttir
Í gær

Gramir garðyrkjumenn flýja Karl konung – Nirfilsháttur og eitruð vinnumenning sögð fylgja stjórnsömum sprotakarli

Gramir garðyrkjumenn flýja Karl konung – Nirfilsháttur og eitruð vinnumenning sögð fylgja stjórnsömum sprotakarli
Fréttir
Í gær

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“
Fréttir
Í gær

Sigurþóra slasaðist á andliti – „Mér finnst ég þurfa að útskýra þetta lúkk“

Sigurþóra slasaðist á andliti – „Mér finnst ég þurfa að útskýra þetta lúkk“
Fréttir
Í gær

Ganga um merktir í miðbænum í einskonar „foreldrarölti“ – Skildir Íslands segja vegið að íslenskum gildum

Ganga um merktir í miðbænum í einskonar „foreldrarölti“ – Skildir Íslands segja vegið að íslenskum gildum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan hamdi falskan partýsöng

Lögreglan hamdi falskan partýsöng
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðni ristilkrabbameins hjá ungu fólki eykst hratt – Þróunin vekur ugg hjá vísindamönnum

Tíðni ristilkrabbameins hjá ungu fólki eykst hratt – Þróunin vekur ugg hjá vísindamönnum