fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Skorar á Jón Gunnarsson að veita föngum jólabónus – „Þessir menn geta ekki glatt börn sín með smáræði um jólin“

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 21. desember 2021 13:35

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, skorar á dómsmálaráðherra að veita föngum jólabónus til að þeir hafi efni á að gefa börnum sínum jólagjöf. Þetta kemur fram í nýjum pistli Guðmundar á vef Afstöðu.

„Öllum er ljóst að fangar eru afgangsstærð í íslensku samfélagi en sama skapi bitnar sú staðreynd harkalega á saklausum börnum þeirra sem afplána dóma sína,“ segir hann.

Guðmundur bendir á að fangar fá greidda dagpeninga og fæðisfé sem nýtast á til að kaupa mat og aðrar nauðsynjar. Þessi upphæð hafi haldist óbreytt í fimmtán ár og nemur 3.100 krónum á viku. Á þessum fimmtán árum hafi verðlag hins vegar hækkað gríðarlega á þessum tíma.

„Nú er svo komið að fangar hafa hreinlega ekki efni á fæði, brýnustu hreinlætisvörum og hvað þá öðru smáræði sem þarf að kaupa, eins og jólagjafir handa börnum sí nú um. Öllum hækkunum hefur verið komið fyrir á herðum fanga og var byrðin þar næg fyrir. Fangar fá ekki desemberuppbót og langflestir þeirra sem afplána á Litla-Hrauni eru atvinnulausir og fá þar af leiðandi enga auka þóknun umfram dagpeninga og fæðisfé. Atvinnuleysið er ekki þeim að kenna. Það er enga vinnu að hafa. Þessir menn geta ekki glatt börn sín með smáræði um jólin,“ segir Guðmundur og telur það forgangsverkefni nýs dómsmálaráðherra að láta fanga fá jólabónus.

Sjá pistil Guðmundar hjá Afstöðu í heild sinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands