fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Veitti lögreglumönnum áverka – Nokkur umferðaróhöpp vegna hálku

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 05:47

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af tveimur ungum mönnum við skóla í Hafnarfirði. Annar þeirra er grunaður um líkamsárás og hinn um tálmun opinbers starfsmanns. Árásarþolinn var með áverka í andliti eftir högg og ætlaði sjálfur að leita á heilbrigðisstofnun.  Hinn meinti árásarmaður veitti lögreglumönnum áverka þegar hann var handtekinn.

Tilkynnt var um nokkur umferðaróhöpp í öllum hverfum borgarinnar í gærkvöldi og nótt en þau má rekja til mikillar hálku og snjókomu. Aðallega var um eignatjón að ræða en þó voru dæmi um minniháttar meiðsl.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás við veitingahús í Laugardalshverfi en þar réðust tvær konur á mann og veittu honum áverka.

Á öðrum tímanum í nótt höfðu lögreglumenn afskipti af manni á rafmagnshlaupahjóli í Kópavogi. Maðurinn er grunaður um hylmingu og var hald lagt á hlaupahjólið.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“
Fréttir
Í gær

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Í gær

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“
Fréttir
Í gær

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“