fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fókus

Hætti að drekka fyrir 4 árum og birtir átakanlega mynd frá þeim degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 09:24

Jessica Simpson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jessica Simpson birtir einlæga og hreinskilna færslu á Instagram í gær í tilefni þess að það séu komin fjögur ár síðan hún snerti síðast áfengi og önnur vímuefni.

Hún birtir einnig átakanlega mynd frá deginum sem hún hætti að drekka.

Jessica hefur verið mjög opin með edrú vegferð sína. Hún skrifaði meðal annars um það í endurminningum sínum, Open Book, sem kom út í fyrra. Hún sagðist hafa verið að „drepa mig á drykkju og pilluáti.“

Í bókinni sagðist hún hafa náð botninum eftir hrekkjavökupartí heima hjá sér árið 2017, þann 1. nóvember, sama dag og umrædd mynd var tekin.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jessica Simpson (@jessicasimpson)

Jessica segir að manneskjan á myndinni sé óþekkjanleg útgáfa af henni. Hún segir frá augnablikinu þegar hún áttaði sig á því að hún þyrfti að hætta að drekka.

„Drykkjan var ekki vandamálið. Ég var það. Ég elskaði ekki mig sjálfa. Ég bar ekki virðingu fyrir eigin krafti. En ég geri það í dag […] Ég er hrottalega hreinskilin og þægilega opin. Ég er frjáls,“ segir hún.

Sjá einnig: Opinberun Jessicu – Leitaði í vímuefni eftir misnotkun í æsku: „Ég var að drepa mig á drykkju og pilluáti“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýjar myndir af stjörnunni hneyksla: Aðdáendur í áfalli og vinir hennar sagðir mjög áhyggjufullir

Nýjar myndir af stjörnunni hneyksla: Aðdáendur í áfalli og vinir hennar sagðir mjög áhyggjufullir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórarinn segir aðvörunarorð Þorsteins um hann ekki hafa virkað – „Takk Þorsteinn“

Þórarinn segir aðvörunarorð Þorsteins um hann ekki hafa virkað – „Takk Þorsteinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Níu leiðir sem pör nota til að halda neistanum lifandi – sama hversu lengi þau hafa verið saman

Níu leiðir sem pör nota til að halda neistanum lifandi – sama hversu lengi þau hafa verið saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru sletturnar sem Íslendingar hata – Að join-a eða dodge-a acturally frústrating debad

Þetta eru sletturnar sem Íslendingar hata – Að join-a eða dodge-a acturally frústrating debad
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um frammistöðu VÆB í kvöld – „Við hljótum að vinna þetta“

Þetta hafði þjóðin að segja um frammistöðu VÆB í kvöld – „Við hljótum að vinna þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk friðarljóð sungin í fyrrum hergagnaverksmiðju í Austur-Berlín

Íslensk friðarljóð sungin í fyrrum hergagnaverksmiðju í Austur-Berlín