fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Áhrifavaldur vekur úlfúð fyrir „ógeðslegar“ og „sjúkar“ sjálfsmyndir úr jarðarför

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 26. október 2021 09:57

Jayne Rivera. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarna og OnlyFans-fyrirsæta hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að hafa deilt myndum af sér fyrir framan kistu föður síns. Gagnrýnendur hafa kallað færsluna „ógeðslega“, „viðbjóðslega“ og „sjúka.“

Jayne Rivera er frá Miami í Flórída. Hún skaust upp stjörnuhiminninn á TikTok fyrir myndbönd sín um tísku, ferðalög og sundfatnað.

Í síðustu viku greindi hún frá því á Instagram að faðir hennar, fyrrum hermaður, væri látinn. Í gær deildi hún síðan færslu með nokkrum myndum af sér þar sem hún stillir sér upp fyrir framan kistu látins föður síns.

Mynd/Instagram

„RIP pabbi þú varst besti vinur minn. Lifðir lífinu til fulls,“ skrifaði hún með myndunum.

Það er óhætt að segja að myndirnar hefðu vakið úlfúð netverja. Fylgjendur hennar voru fokreiðir og sökuðu hana um að sýna föður sínum virðingarleysi.

„Ekki töff Jayne. Pabbi þinn var margheiðraður uppgjafarhermaður, myndataka fyrir framan kistuna hans er fyrir neðan allar hellur. Megi hann hvíla í friði,“ sagði einn fylgjandi hennar.

Mynd/Instagram

„Myndataka í jarðaför? Jesús,“ sagði annar.

„Þetta er bara sjúkt, alveg virkilega ógeðslegt,“ sagði fylgjandi og annar bætti við: „Sú staðreynd að þú deilir einhverju svona segir okkur allt sem við þurfum að vita um þig.“

„Samfélagsmiðla kynslóðin hefur formlega náð botninum,“ segir einn netverji og hafa yfir 5700 manns líkað við athugasemdina.

Jayne lætur ekki gagnrýnina á sig fá, þrátt fyrir að hafa misst fjölda fylgjenda, og er færslan enn á Instagram-síðu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs