fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Ölvaður ók á stólpa

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 06:27

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á öðrum tímanum í nótt höfðu lögreglumenn afskipti af ungum ökumanni í Hlíðahverfi. Hann sagðist hafa ekið bifreið sinni á steinstólpa og var bifreiðin óökufær á eftir.  Ökumaðurinn var handtekinn því hann er grunaður um ölvun við akstur og að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu. Dráttarbifreið fjarlægði bifreið hans.

Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra er einnig grunaður um vörslu fíkniefna og tveir óku sviptir ökuréttindum. Þessu til viðbótar var einn ökumaður kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.

Tilkynnt var um innbrot í vinnuskúr í miðborginni í gærkvöldi. Gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögreglan kom. Ekki er vitað hvort einhverju var stolið.

Á fimmta tímanum í nótt var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Laugarneshverfi. Hann hafði veist að fólki. Hann var vistaður í fangageymslu.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur í Laugarneshverfi í nótt en hraði bifreiðarinnar sem hann ók mældist 112 km/klst en leyfður hámarkshraði er 60 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“