fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Kallað eftir brottrekstri Solskjærs sem er með betra sigurhlutfall en Klopp var með hjá Liverpool á sama tíma

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 09:53

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er undir mikilli pressu þessa dagana. Félagið hefur ekki unnið leik í ensku úrvalsdeildinni í mánuð og erfiðir leikir bíða liðsins á næstu vikum í deildinni. Solskjær er þó með betra sigurhlutfall en Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ef skoðaðir eru fyrstu 162 leikir stjóranna með sín núverandi lið í ensku úrvalsdeildinni. The Sun tók saman.

Margir stuðningsmenn Manchester United hafa kallað eftir því að Solskjær verði látinn fara frá félaginu. Félagið eyddi stórum fjárhæðum í leikmannakaup fyrir tímabilið en úrslitin hafa ekki verið eins og stuðningsmenn bjuggust við.

Solskjær hefur stýrt Manchester United í 162 leikjum. Af þeim leikjum hefur Manchester United unnið 89 leiki, gert 36 jafntefli og tapað 37 leikjum. Solskjær er því með 54,9% sigurhlutfall í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United.

Ef sá árangur er borinn saman við fyrstu 162 leiki Jurgens Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool hjá félaginu sést að Solskjær er með betra sigurhlutfall. Af fyrstu 162 leikjum Klopps með Liverpool, vann liðið 88 leiki, gerði 44 jafntefli og tapaði 30 leikjum. Klopp var því með sigurhlutfall upp á 54,4%.

Klopp hefur á sínum tíma með Liverpool gert magnaða hluti. Meðal annars stýrt liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. Efast er um það hvort Solskjær sé rétti maðurinn til þess að koma Manchester United aftur á þann stað að vinna titla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag orðaður við óvænt starf í sumar

Ten Hag orðaður við óvænt starf í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alfreð og Guðlaugur fallnir úr efstu deild í Belgíu – Freyr og félagar eiga möguleika

Alfreð og Guðlaugur fallnir úr efstu deild í Belgíu – Freyr og félagar eiga möguleika
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Maguire í kapphlaupi við tímann – Gæti misst af stórleiknum

Maguire í kapphlaupi við tímann – Gæti misst af stórleiknum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nunez orðaður við óvænt félag – Gæti tekið við af markavélinni

Nunez orðaður við óvænt félag – Gæti tekið við af markavélinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Harðneita að þessi ungi maður sé 14 ára gamall: Fékk óvænt tækifæri fyrir helgi – ,,Hvað er hann með mörg vegabréf?“

Harðneita að þessi ungi maður sé 14 ára gamall: Fékk óvænt tækifæri fyrir helgi – ,,Hvað er hann með mörg vegabréf?“
Sport
Í gær

Kjartan ræðir hvernig samfélagið sameinaðist – „Mætti manni sem hann hafði oft séð áður en aldrei talað við, allt í einu voru þeir farnir að spjalla“

Kjartan ræðir hvernig samfélagið sameinaðist – „Mætti manni sem hann hafði oft séð áður en aldrei talað við, allt í einu voru þeir farnir að spjalla“