fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Matur og heimili: Mika í Reykholti og Flúðasveppir

Fókus
Þriðjudaginn 12. október 2021 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matur og Heimili er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 19 og 21. Að þessu sinni fer Sjöfn Þórðar á Suðurlandið og heimsækir pólsku hjónin Michal og Bozenu Jósefik sem eiga og reka veitingastaðinn Mika í Reykholti en hann er rómaður fyrir einstaka matargerð þar sem humar og súkkulaði er í forgrunni. Farið er yfir sögu hjónanna og tilurð þess að staðurinn varð að veruleika.

Matseðillinn er fjölbreyttur og býður uppá ótrúlega marga spennandi rétti til að smakka á sem koma bragðlaukunum á flug. Auk þess sem þau útbúa handgert listilega fallegt konfekt sem er sannarlega þess virði að njóta. „Við leggjum mikið upp úr ferskleika og erum í góðu samstarfi við bændur í nærumhverfinu. Hér er flest allt lagað frá grunni hvort sem það er brauð eða sósur. Einnig sérhæfum við okkur í súkkulaði, konfektgerð og humarréttum,“segir Michal.

Sjöfn fær einnig að heyra sögu þeirra hjóna, Mika og Bozenu sem koma frá Póllandi, um tilveru veitingarstaðarins og hvernig þetta allt byrjaði. Mika og Bozenu hafa mikla ástríðu fyrir því sem þau er að gera og líður hvergi betur en á Íslandi. „Mika er fjölskyldufyrirtæki og hér ríkir sannkölluð fjölskyldustemmning þar sem allir frá ömmu Józefik niður í börn og ungmenni hjálpast við að gera staðinn að því sem hann er,“segir Bozenu og tekur jafnframt fram að fjölskyldur þeirra hafi flutt búferlum og flutt til Íslands því samfélagið á Flúðum og í Reykholti hafi heillað. „Hér viljum við vera og njótum þess að reka veitingastaðinn okkar Mika.“

 

 

Leyndardómur svepparæktunar

Einnig heimsækir Sjöfn Ragnheiði Georgsdóttur, markaðsstjóra á Flúðasveppum, dugnaðarfork og gleðigjafa. Sjöfn fær innsýn í leyndardóma sveppanna og smakk á Farmers Bistro þar sem boðið er uppá girnilega rétti frá Flúðasveppum af bestu gerð.

Flúðasveppir er eina sveppabú landsins og ræktar um 600 tonn af úrvals sveppum árlega landsmönnum til mikillar gleði. Sjöfn Þórðar heimsækir dugnaðarforkinn og gleðigjafann Ragnheiði Georgsdóttir markaðsstjóra Flúðasveppa og fær að njóta hennar einstöku visku og gestrisni á Flúðum þar sem sveppirnir verða til.

„Svepparæktunin er mikið nákvæmisverk og á bak við ræktunina er áralöng reynsla og tilraunir með íslenskt ræktunarefni,“segir Ragnheiður og fer gegnum ræktunarferlið með Sjöfn í sveppaklefunum þar sem leyndardómurinn bak við ræktun sveppanna býr.

 

Hér að neðan má sjá myndskeið úr þætti kvöldsins

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun