fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Sér ekki ástæðu til hertra aðgerða í bili

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. september 2021 12:00

Þórólfur Guðnason. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi greindra Covid-19 smita í gær, 46, er sá mesti síðan 3. september og tæplega tvöfalt fleiri greindust í gær en daginn áður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki sjá ástæðu til að spá í hertar sóttvarnaaðgerðir byggt á smittölum eins dags. Auk þess hafi töluvert fleiri sýni verið tekin í gær en á sunnudag, en fjöldi sýna í gær var tæplega 3.000.

„Við erum ekki endilega að hlaupa til út af tölum milli daga, það má alveg búast við að sjá þetta hlaupa upp og niður. Ástandið er tiltölulega óbreytt á Landspítalanum, þannig að við höldum niðri í okkur andanum með þetta,“ segir Þórólfur.

Aðspurður segir hann að ekki sé hópsýking inni í þessum tölum. „Þetta er aðallega á höfuðborgarsvæðinu en líka eitthvað dreift um landið. Þetta er nokkuð dreift um borgina og ég veit svo sem ekki nákvæmlega á þessari stundu hvaðan þessi smit koma.“

Þórólfur segir að skýringin gæti raunverulega verið sú að faraldurinn sé á uppleið en skoða þurfi tölur næstu daga áður en nokkuð sé hægt að segja til um það.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Drukkinn eldri borgari keyrði fram af bryggju – Sjáðu myndbandið

Drukkinn eldri borgari keyrði fram af bryggju – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Marmítið tekið af föðurnum á flugvellinum – Dóttirin marmítlaus á Íslandi

Marmítið tekið af föðurnum á flugvellinum – Dóttirin marmítlaus á Íslandi
Fréttir
Í gær

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu
Fréttir
Í gær

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði

Umhverfis- og orkustofnun brást í umfangsmiklu stroki eldislaxa í Patreksfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgarfulltrúar sameinast í áhyggjum sínum af áformum Ingu

Borgarfulltrúar sameinast í áhyggjum sínum af áformum Ingu