fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Leitað að manni sem villtist á Esjunni – Ekið á gangandi vegfaranda – Sigldu á sker

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. september 2021 05:52

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan kallaði út björgunarsveitir í gærkvöldi til að leita að manni sem var villtur á Esjunni. Mjög vont veður var á svæðinu. Maðurinn fannst um tveimur og hálfri klukkustund eftir að beiðni um aðstoð barst og komu björgunarsveitir honum til byggða.

Í miðborginni var ekið á gangandi vegfaranda. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku. Viðkomandi var með áverka á fæti og mjöðm.

Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fjögurra manna sem sigldu slöngubát á sker sunnan við Akurey. Mennirnir voru mjög blautir og kaldir og voru fluttir með sjúkrabifreiðum á bráðamóttökur.

Á Kjalarnesi var einn handtekinn vegna líkamsárásar og heimilisofbeldis. Hann var vistaður í fangageymslu.

Einn var handtekinn í vesturhluta Reykjavíkur, grunaður um þjófnað. Hann var í mjög annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangageymslu.

Ekið var á kyrrstæða bifreið í Hlíðahverfi, einn slasaðist og var fluttur á bráðamóttöku. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli viðkomandi eru.

Þrír ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Í Breiðholti datt ofurölvi maður á höfuðið. Hann var fluttur á bráðamóttöku.

Í Hafnarfirði var maður aðstoðaður eftir að hann hafði dottið á höfuðið. Sjúkraflutningsmenn gerðu að sárum hans og síðan var honum ekið heim.

Í Kópavogi var ekið á ljósastaur. Ökumaður missti stjórn á bifreiðinni með þessum afleiðingum. Engin slys urðu á fólki.

Á Kjalarnesi lenti bifreið utan vegar, engin slys urðu á fólki.

Í Grafarvogi datt kona á rafmagnshlaupahjóli og hlaut áverka á höfði. Hún var flutt á bráðamóttöku með sjúkrabifreið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Í gær

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax