Nú er í gangi leikur Íslendinga og Þjóðverja í undankeppni HM. Þjóðverjar hafa verið sterkari aðilinn í leiknum eins og búast mátti við og komust yfir eftir aðeins fimm mínútna leik.
Serge Gnabry skoraði markið eftir sendingu frá Leroy Sane. Aðstoðardómarinn setti flaggið á loft og taldi að um rangstöðu væri að ræða en atvikið var skoðað í VAR þar sem sást að markið var löglegt. Markið má sjá hér að neðan.
Þjóðverjar komast yfir eftir tæpar fimm mínútur með marki frá Serge Gnabry. pic.twitter.com/Tba8wSGRRn
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 8, 2021