fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Pressan

Sænskt eiturlyfjagengi handtekið – Stóð að baki 50 morðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 06:02

Frá aðgerðum lögreglunnar. Mynd:Spænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska og spænska lögreglan telja sig hafa upprætt stórt eiturlyfjagengi sem var með höfuðstöðvar í Malaga á Spáni. 71 hefur verið handtekinn en gengið starfaði í báðum löndunum og er talið standa á bak við 50 morð í Svíþjóð.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Hinir handteknu eru frá Svíþjóð, Póllandi og Spáni. Þeir eru grunaðir um smygl og sölu á fíkniefnum í mörgum Evrópuríkjum en aðallega á Spáni.

Spænska lögreglan ræðst til atlögu. Mynd:Spænska lögreglan

Aðgerðir lögreglunnar gegn genginu hafa staðið yfir síðan í árslok 2018 en þá lýsti sænska lögreglan eftir fjölda manna sem ferðuðust reglulega á milli Svíþjóðar og Spánar með stórar fíkniefnasendingar. Þessir aðilar tengjast glæpagengjum sem stýra fíkniefnamarkaðnum í Stokkhólmi og Gautaborg. Lögreglan telur að gengið hafi staðið á bak við 50 morð í Svíþjóð.

Miklir fjármunir fundust. Mynd:Spænska lögreglan

Lögreglan hefur lagt hald á tvö tonn af kannabis og mikið magn kókaíns, amfetamíns og fleiri fíkniefna í aðgerðum sínum.

Meðlimir gengisins eru sagðir hafa lifað lúxuslífi á Spáni en lögreglan hefur lagt hald á bíla, báta, mótorhjól og dýr listaverk hjá þeim. Einnig hefur verið lagt hald á 60 lúxusíbúðir sem eru taldar hafa verið keyptar fyrir ágóða af fíkniefnasölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram