fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Sænskt eiturlyfjagengi handtekið – Stóð að baki 50 morðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 06:02

Frá aðgerðum lögreglunnar. Mynd:Spænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska og spænska lögreglan telja sig hafa upprætt stórt eiturlyfjagengi sem var með höfuðstöðvar í Malaga á Spáni. 71 hefur verið handtekinn en gengið starfaði í báðum löndunum og er talið standa á bak við 50 morð í Svíþjóð.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Hinir handteknu eru frá Svíþjóð, Póllandi og Spáni. Þeir eru grunaðir um smygl og sölu á fíkniefnum í mörgum Evrópuríkjum en aðallega á Spáni.

Spænska lögreglan ræðst til atlögu. Mynd:Spænska lögreglan

Aðgerðir lögreglunnar gegn genginu hafa staðið yfir síðan í árslok 2018 en þá lýsti sænska lögreglan eftir fjölda manna sem ferðuðust reglulega á milli Svíþjóðar og Spánar með stórar fíkniefnasendingar. Þessir aðilar tengjast glæpagengjum sem stýra fíkniefnamarkaðnum í Stokkhólmi og Gautaborg. Lögreglan telur að gengið hafi staðið á bak við 50 morð í Svíþjóð.

Miklir fjármunir fundust. Mynd:Spænska lögreglan

Lögreglan hefur lagt hald á tvö tonn af kannabis og mikið magn kókaíns, amfetamíns og fleiri fíkniefna í aðgerðum sínum.

Meðlimir gengisins eru sagðir hafa lifað lúxuslífi á Spáni en lögreglan hefur lagt hald á bíla, báta, mótorhjól og dýr listaverk hjá þeim. Einnig hefur verið lagt hald á 60 lúxusíbúðir sem eru taldar hafa verið keyptar fyrir ágóða af fíkniefnasölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós