fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Ítalir herða sóttvarnaaðgerðir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 15:15

Ítalir herða aðgerðir gegn óbólusettum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smitum af völdum kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, hefur farið fjölgandi á Ítalíu að undanförnu, sérstaklega meðal ungs fólks. Til að reyna að stemma stigum við þessu verða sóttvarnareglur hertar frá og með 6. ágúst.

Frá þeim degi verður fólk að vera bólusett eða að hafa verið smitað af veirunni til að fá aðgang að líkamsræktarstöðvum, veitingastöðum og söfnum. Einnig nægir að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku. Ríkisstjórnin tilkynnti þetta í gærkvöldi. Einnig var tilkynnt að núverandi neyðarréttaástand verði framlengt til ársloka.

Mario Draghi, forsætisráðherra, sagði að Deltaafbrigði veirunnar ógni samfélaginu vegna þess hversu hratt það breiðist út. Roberto Speranza, heilbrigðisráðherra, hvatti fólk til að láta bólusetja sig.

Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa 4,3 milljónir Ítala smitast af veirunni og tæplega 128.000 hafa látist. Rúmlega 60 milljónir búa í landinu og nú hafa 53% landsmanna, 12 ára og eldri, lokið bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það eru fleiri bakteríur á vettlingunum þínum en klósettsetu

Það eru fleiri bakteríur á vettlingunum þínum en klósettsetu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég var dáinn í sjö mínútur“ – „Þetta sá ég hinum megin“

„Ég var dáinn í sjö mínútur“ – „Þetta sá ég hinum megin“