fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Fjöldi hryðjuverkamanna drepinn í Níger

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 19:00

Margir hafa hrakist frá heimilum sínum vegna árása hryðjuverkamanna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Afríkuríkinu Níger segja að þungvopnaðir hryðjuverkamenn, sem óku um á mótorhjólum, hafi beðið mikið afhroð þegar þeir réðust á þorp eitt í landinu.

Að minnsta kosti 100 vopnaðir menn á mótorhjólum réðust á þorpið Tchoma Bangou á sunnudaginn. 49 féllu í átökunum, flestir úr hópi hryðjuverkamannanna. Fimm óbreyttir borgarar og fjórir hermenn féllu að sögn varnarmálaráðuneytisins.

Ekki hefur verið skýrt frá hvaða hryðjuverkasamtök stóðu að baki árásinni.

Hermenn lögðu hald á mótorhjól og mikið magn vopna.

Tchoma Bangou er í Tillaberihéraðinu sem liggur að landamærum Malí og Búrkína Fasó. Öfgasinnaðir múslimar hafa margoft gert árásir á þessu svæði.

Níger er eitt fátækasta ríki heims en þar hefur vargöld ríkt árum saman vegna hernaðar öfgasinnaðra múslima og Boko Haram hryðjuverkasamtakanna frá Nígeríu.

Mörg hundruð manns hafa látist og SÞ telja að um 300.000 hafi hrakist frá heimilum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona oft á að þvo handklæði

Svona oft á að þvo handklæði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo