fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Diskur seldist á 700 milljónir – „Ég játa mistök mín“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. júní 2021 06:59

700 milljónir fyrir þennan disk. Mynd:Bruun Rasmussen auktioner

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar myndin, sem fylgir þessari frétt, er skoðuð er erfitt að ímynda sér að diskurinn, eða fatið, sem á henni sést sé 700 milljóna króna virði. En það er staðreynd og því vissara fyrir eiganda þess að meðhöndla það af ítrustu varkárni.

Diskurinn var seldur á uppboði hjá danska uppboðshúsinu Bruun Rasmussen á miðvikudaginn og seldist á 35,5 milljónir danskra króna en það svarar til tæplega 700 milljóna íslenskra króna. Sérfræðingur uppboðshússins hafði metið diskinn á 300.000 danskar krónur svo óhætt er að segja að hann hafi haft kolrangt fyrir sér. Aldrei áður hefur uppboðshúsið selt einn mun fyrir svona háa upphæð.

Það var Ralph Lexner, deildarstjóri asískra muna hjá uppboðsfyrirtækinu, sem verðmat diskinn. Í samtali við Danska ríkisútvarpið sagði hann að beðið hafi verið um verðmat á þessum óvenjulega diski og hann hafi vitað að um óvenjulegan disk væri að ræða. „Ég verð að játa að ég sá að hann var mikils virði, kannski einnar milljónar, en það eru erfiðir tímar svo ég mat hann á 300.000 krónur,“ sagði hann og bætti við: „En að því sögðu, þá verð ég að segja: „Ó, þarna verðmat ég rangt. Ég játa mistök mín.“

Um 600 ára gamlan Ming-postulín disk er að ræða. Hann er 40 sm að þvermáli og með óvenjulega flotta húð og drekaskreytingu í miðjunni.

Skýringin á hinu háa verði er að hér er um sjaldgæfan disk að ræða og hann er með glæsilegri drekaskreytingu í miðjunni.  Allt sem heitir Ming-postulín er mjög eftirsótt í Kína þessa dagana að sögn Lexner. Það voru aðallega Kínverjar sem buðu í diskinn og það var Kínverji sem átti hæsta boðið.

Ástæðan fyrir áhuga Kínverja á Ming-postulíni er að stór hluti þess var eyðilagður í menningarbyltingunni á sjöunda áratug síðustu aldar. Einnig stálu Evrópubúar miklu af því og fluttu með sér til Evrópu. Það er skýringin á að Ming-postulín er að finna utan Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Í gær

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá