fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Húsmæðraorlof Camillu gerði allt vitlaust – „Veistu hvað, nú þarft þú að fara að passa þig“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 10:30

Skjáskot úr þættinum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og samfélagsmiðlastjarnan Camilla Rut mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í gær. Umræðan fór fljótt að snúast um húsmæðraorlof sem Camilla tók sér á dögunum en Jón Axel Ólafsson, einn af stjórnendum þáttarins, var ekki alveg á sama máli um mikilvægi slíkra orlofa.

Í húsmæðraorlofinu sem Camilla fór í skellti hún sér á hótel ásamt vinkonum sínum en þær búa allar í nokkurri fjarlægð frá hvor annarri. „Húsmæðraorlof? Hvíla sig frá hverju?“ spyr Jón Axel. „Ég náttúrulega get ekki talað um þetta við þig því þú ert með typpi elskan,“ segir Camilla þá og heldur áfram.

„Málið er bara að nú á ég tvö börn, ég á einn sex ára og ég er ekkert kúl lengur. Það er bara ekkert kúl við mig. Honum finnst ég ekki kúl,“ segir Camilla og bendir á mikilvægi þess að konur taki sér húsmæðraorlof.

„Veistu hvað, nú þarft þú að fara að passa þig“

Jón Axel skýtur þá á húsmæðraorlofið. „Ég get nú sagt þér það að hér í gamla daga þá duttu nú bara börnin á eldhúsgólfið hjá konunum og byrjuðu að hjálpa þeim að vaska upp. Þau voru kannski 18-20 talsins í 35 fermetrum og ekki voru þær að kvarta og ekki voru þær að taka sér húsmæðraorlof. Þær voru bara að koma börnunum á legg og þær voru stoltar af því.“

Þessi ummæli Jóns gerðu allt vitlaust og Camillu varð heitt í hamsi. „Veistu hvað, nú þarft þú að fara að passa þig, ég get svo svarið það. Mér verður heitt í hamsi. Þannig er mál með vexti að ég á tvö börn, ég er með tíu mánaða og ég er með sex ára og það er bara mamma, mamma, mamma allan daginn, reyndar líka pabbi enda hvet ég hann líka til þess að taka sér húsfeðraorlof. Ég er oft að hvetja hann til þess að gera eitthvað fyrir sjálfan sig; kaupa sér föt, hitta strákana, fá sér einn kaldan eða gera eitthvað svona næs fyrir sjálfan sig út af því að ég veit bara hvað það er hollt fyrir sálina. Ef við nærum ekki okkur sjálf, hvernig eigum við þá að næra krakkana, hvernig eigum við þá að næra hvort annað?“

„Þú verður að finna kraftinn innra með þér“

Eftir þetta var opnað fyrir símann í þættinum og konur voru beðnar um að hringja inn til að segja hvort þær taki sér húsmæðraorlof. „Við þurfum líka frí sko. Við erum með vinnu og svo erum við í 100% vinnu líka við að ala upp börnin okkar. Þú færð orlof í vinnunni, af hverju ættum við ekki að fá orlof frá heimilinu,“ segir til að mynda ein kona sem hringdi inn.

Camilla tekur undir með þessum orðum. „Þú verður að finna kraftinn innra með þér. Ég er ekki bara mamma, ég er eiginkona, ég er ekki bara húsfreyja, ég er kynvera, ég er Camy, ég er kona og það er kraftur í mér. Þannig kem ég tvíefld til baka,“ segir hún.

Hér fyrir neðan má horfa á umræðuna sem fór fram á K100 í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun