fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Ekið á hjólreiðamann í miðborginni – Flugslys og meint fíkniefnasala

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 05:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekið var á hjólreiðamann í Geirsgötu í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Hann kvartaði undan eymslum í baki og var fluttur á Bráðadeild.

Í Breiðholti var tilkynnt um sölu fíkniefna úr bifreið. Tveir menn voru handteknir er þeir voru að ganga frá bifreiðinni. Við leit í henni fundust ætluð fíkniefni í söluumbúðum.

Á athafnasvæði Fisfélagsins við Hólmsheiðarveg neyddist flugmaður fisvélar til að nauðlenda í gærkvöldi. Þegar vélin var komin í 300 feta hæð stöðvaðist mótor hennar og tókst flugmanninum ekki að endurræsa hann og neyddist því til að nauðlenda. Í lendingunni lenti vélin á steyptum kanti, valt og endaði á hvolfi. Flugmaðurinn kvartaði undan verk í fæti en farþega sakaði ekki.

Lögreglan hafði afskipti af ökumanni sem var sagður hafa ekið inn á Grafarholtsvelli.

Þrír ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Í gær

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Í gær

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Í gær

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“