fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Reyndi að stinga lögregluna af á númerslausri bifreið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. mars 2021 05:35

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan 3 í nótt reyndi ökumaður á númerslausri bifreið að stinga lögregluna af á Vesturlandsvegi. Hann sinnti stöðvunarmerkjum lögreglunnar ekki. Eftirförin stóð ekki lengi yfir en þegar akstur bifreiðarinnar var stöðvaður fór ökumaðurinn yfir í aftursætið. Hann og kona, sem var í bifreiðinni, voru handtekin en þau eru bæði grunuð um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og svipt ökuréttindum. Þau voru vistuð í fangageymslu.

Á sjöunda tímanum í gær valt bíll á Krýsuvíkurvegi. Tveir voru í bifreiðinni og komust út af sjálfsdáðum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um áverka en sjúkrabifreið var send á vettvang. Mikil hálka var á veginum og var Vegagerðinni gert viðvart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óþrifnaður í sundlaugum – Íslendingar líka sóðar

Óþrifnaður í sundlaugum – Íslendingar líka sóðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dásamar austfirskan „sendiherra“ Íslands – „Þó hann sé með pólskt vegabréf og tali ekki fullkomna íslensku“

Dásamar austfirskan „sendiherra“ Íslands – „Þó hann sé með pólskt vegabréf og tali ekki fullkomna íslensku“