fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Réðst á mann í Hagkaup í Spönginni og hótaði að búta hann niður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. mars 2021 18:35

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ráðist á mann í Hagkaup í Spönginni í Grafarvogi, slegið hann í höfuðið og hótað að búta hann niður.

Atvikið átti sér stað í nóvember árið 2019. Rúmlega mánuði áður er maðurinn sagður hafa stolið hengilás og vettlingum á N1 bensínstöð við Ártúnshöfða.

Þá var maðurinn sakaður um að hafa, sama dag og hann réðst á manninn í Hagkaup, stolið úr búðinni farsímavörum og DVD mynddisk.

Hann var sakaður um yfir tíu brot í viðbót, mestallt búðarhnupl og fíkniefnavarsla. Meðal annars stal hann kassa af brómberjum úr versluninni Super 1 við Hallveigarstíg.

Listinn er langur en meðal annars er maðurinn sakaður um að hafa farið inn á starfsstöð HS Orku hf. við Svartsengi í Grindavík og stolið þaðan fartölvu að verðmæti 290.000 krónur.

Samtals er maðurinn ákærður fyrir 15 brot og játaði hann sök í þeim öllum.

Var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og til greiðslu sakarkostnaðar í málinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“