fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Fréttablaðinu hótað vegna fréttar um vindlabúð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 11:05

Aðalheiður Ámundadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið hefur fengið hótanir frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna viðskiptafréttar á vef Fréttablaðsins um tóbaksbúðina vindill.is. Um frétt var að ræða en ekki auglýsingu eða keypta kynningu. Var í fréttinni greint frá því að verslunin hefði lækkað verð vegna aukinnar sölu. Jafnframt var sagt frá því að vindill.is undirbúi málsókn gegn íslenska ríkinu vegna kröfu um að verslunin selji ÁTVR alla vindla sem hún flytur til landsins og kaupi þá svo aftur með 18 prósenta álagi.

Fyrir þetta var Fréttablaðinu hótað 500 þúsund króna dagsektum ef fréttin yrði ekki tekin út. Það eru um 15 milljónir á mánuði og treysti miðillinn sér ekki til að taka það á sig og tók út fréttina.

Aðalheiður Ámundadóttir, fréttastjóri Fréttablaðsins, fer yfir málið í leiðara blaðsins í dag.  Þar segir:

„Ritstjórnin hunsaði þetta erindi. Þremur dögum síðar barst ítrekun og þess var óskað að ritstjórn staðfesti móttöku fyrra hótunarbréfs. Í símtali við starfsmann heilbrigðiseftirlitsins síðar sama dag, kom í ljós að eftirlitið telur fréttina vera tóbaksauglýsingu, en samkvæmt tóbaksvarnarlögum telst auglýsing vera „hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir til annars en að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra.“ Í símtalinu kom jafnframt fram að heilbrigðiseftirlitið hefði heimild til að beita dagsektum upp á hálfa milljón á dag, láti ritstjórnin ekki að stjórn.

Einnig komi til greina að vísa málinu til lögreglu en sektarúrræðið verði líklega fyrir valinu. Þess var getið að iðulega berist ábendingar um „svona fréttir“ og mikil pressa sé á heilbrigðiseftirlitinu að bregðast hratt og harkalega við. Öllum fjölmiðlum berast reglulega beiðnir um að fréttir séu fjarlægðar.“

Aðalheiður segir að það sé óskrifuð regla á ritstjórn Fréttablaðsina að hunsa beiðnir um að netfréttir séu teknar úr birtingu. Síðan segir:

„Þótt hvorki ritskoðun heilbrigðiseftirlitsins né umrætt ákvæði tóbaksvarnarlaga, standist ákvæði um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla, ákvað ritstjórnin, eftir vikulanga yfirlegu, að taka fréttina úr birtingu. Standi vilji löggjafans raunverulega til þess að banna fréttir sem eru honum ekki að skapi, þurfa þau að taka af allan vafa um það.“

Aðalheiður kallar eftir því að löggjafinn taki af skarið með skýrari hætti um hvort Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi vald til að ritskoða fjölmiðla. Fjölmiðillinn vilji taka þennan slag en hafi ekki bolmagn til að kasta í það 15 milljónum á mánuði. Yfiskrift leiðarans er vindill.is og í lok pistilsins veltir Aðalheiður því fyrir sér hvaða afleiðingar það muni hafa:

„Tvær spurningar brenna nú á ritstjórninni: Verður ritskoðunargjaldið fyrir þennan leiðara 15 milljónir á mánuði og á endanlega að ganga af frjálsri fjölmiðlun dauðri á Íslandi?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi