fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Fiskflutningabíll valt á Suðurlandsvegi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 05:13

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskflutningabíll valt á Suðurlandsvegi við Lækjarbotna á fjórða tímanum í nótt. Um var að ræða vörubifreið með eftirvagn. Engin slys urðu á fólki. Farmurinn, fiskur og slor, dreifðist um veginn og utan vegar. Krana þurfti til að koma bílnum aftur á réttan kjöl og Vegagerðin var fengin til að senda saltbíl á vettvang en mikil hálka var á vettvangi. Björgunarsveit var einnig kölluð út til aðstoðar við verðmætabjörgun.

Á tíunda tímanum var akstur réttindalauss ökumanns stöðvaður í Kópavogi. Maðurinn reyndist eftirlýstur og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra er einnig grunaður um vörslu fíkniefna og hinn um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á þriðja tímanum í nótt. Hraði bifreiðar hans mældist 141 km/klst á Kringlumýrarbraut en þar er leyfður hámarkshraði 80 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax