fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Sviðin jörð Aflbindingar ehf – Guðmundur og Knútur ákærðir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 21:30

Samsett mynd. Merki Aflbindingar og hús Héraðsdóms Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. febrúar verður þingfest sakamál fyrir Héraðsdómi Reykjaness á hendur þeim Guðmundi Guðmundssyni og Knúti Knútssyni en þeir eru ákærðir fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti í rekstri einkahlutafélagsins Aflbinding – járnverktakar. DV hefur ákæruna undir höndum. Hún varðar meint skattsvik upp á samtals um 100 milljónir króna og meint peningaþvætti vegna hagnýtingar þeirra fjármuna.

Fyrirtæki þeirra Guðmundur og Knúts á sér glæsta en þyrnum stráða sögu. Forverinn Aflbinding ehf. varð gjaldþrota árið 2009. Aflbinding fékkst við járnabindingu fyrir staðsteypt mannvirki, eins og segir í frétt Viðskiptablaðsins frá 2014. Stóð Aflbinding að byggingu fjölmargra merkra bygginga, t.d. Höfðatorgs, Háskólans í Reykjavík og Hellisheiðarvirkjunar.

Eftir haustið 2008, á sama tíma og bankakerfið hrundi á Íslandi, fækkaði verkefnum Aflbindingar mikið. Skiptum í þrotabúinu lauk árið 2014, engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur voru upp á rúmlega 63 milljónir. Framkvæmdastjóri Aflbindingar, Knútur Knútsson, sagði við Viðskiptablaðið árið 2014:

„Við vorum búnir að leggja þúsundir tonna í alls konar byggingar. Þetta var komið upp í annað hundrað verkefni. Svo gerist það að haustið 2008 hverfur þetta gjörsamlega allt saman. Við förum úr 140 starfsmönnum árið 2008 niður í átta í desember sama ár.“

Nýja Aflbinding fór sömu leið

Árið 2010 stofnuðu þeir Guðmundur og Knútur fyrirtækið Aflbinding – járnverktakar, en það fyrirtæki hefur nú líka verið afskráð. Guðmundur var stjórnarformaður félagsins en Knútur framkvæmdastjóri.

Þeir félagar eru ákærðir fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir meirihluta ársins 2017, samtals að fjárhæð rúmlega 37 milljónir króna.

Guðmundur er sakaður um að hafa ekki staðið skil á greiðslu opinberra gjalda fyrir rúmlega 29 milljónir og Knútur fyrir um 32,4 milljónir.

Þess er krafist að Guðmundur og Knútur verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Í gær

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn