fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Rögnvaldur biður um hófstillta gleði yfir núll-deginum – „Njótum litlu hlutanna og förum varlega“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. janúar 2021 11:37

Rögnvaldur Ólafsson. Mynd/Almannavarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engin innanlandsmit af Covid-19 greindust í gær  og voru um 1.000 sýni tekin. Á landamærum greindust þrír og þar af bíða tveir mótefnamælingar.

Þetta er frábær staða en Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, biður landsmenn um að gleðjast hóflega yfir þessum tölum og fara áfram varlega. Hann er minnugur þess hvernig faraldurinn gaus upp aftur síðsumars eftir marga daga í röð með fáum eða engum smitum.

Mörg smit  hafa greinst á landamærum undanfarnar vikur en enn sem komið er hefur veiran ekki breiðst út í samfélaginu vegna þeirra. Rögnvaldur segir að gott skipulag sé til staðar varðandi meðferð á landamærasmitum og svo lengi sem fólk fari eftir því sem lagt er upp með þá valdi þau ekki usla.

Rögnvaldur segir að við séum enn á þeim stað að við gætum verið í svikalogni. Hann bendir á að eitt smit geti hæglega orðið að hópsmiti og ekki síst þegar smitrakning reynist ekki rétt eins og er óhjákvæmilegt að gerist stundum. „Ef 20 manns eru saman í samkvæmi, allir gleyma sér og eru í núinu, og einn er smitaður í hópnum, þá getur hann tekið slatta með sér. Þetta höfum við séð gerast svo oft hjá okkur.“

Rögnvaldur segir að sjálfsagt sé að gleðjast yfir góðum árangri en mikilvægt sé að fara varlega áfram. „Njótum litlu hlutanna og förum varlega. Gleðjumst yfir því frelsi sem við höfum núna á meðan mörg lönd í kringum okkur eru í hálfgerðu útgöngubanni.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK