fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Guðmundur vonsvikinn – „Pirrar mann að sjá þennan fjölda af mistökum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 21:29

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta sagði í viðtali við RÚV eftir tapleikinn gegn Portúgal á HM í Egyptalandi að tæknimistök sem dreifðust milli leikmanna hefðu verið helsta orsök tapsins. „Við gerðum alltof marga tæknifeila í sókninni, 15 eru allt of mikið,“ sagði Guðmundur og benti á að liðið hefði líka farið illa með dauðafæri á mikilvægum kafla þegar tækifæri var til að snúa leiknum við.

„Við vissum að þetta var fiftý-fiftý leikur eins og maður segir, helmingslíkur, við vorum sjálfir okkur verstir, 25 mörk er í raun mjög lítið að fá á sig,“ sagði Guðmundur ennfremur en leikurinn tapaðist með tveggja marka mun, 25:23.

Sjá einnig: Mistök á mistök ofan er Ísland tapaði fyrir Portúgal

„Það pirrar mann að sjá þennan fjölda af mistökum, svona er ekki hægt að leyfa sér á stórmóti,“ sagði Guðmundur og benti á að leikirnir gegn Alsír og Marokkó yrðu ekki auðveldir. Að bæði liðin spiluðu villtan handbolta en væru orðin frambærileg. Enginn andstæðingur væri auðveldur á stórmóti sem þessu.

Ísland mætir Alsír á laugardagskvöld.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?