fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Harry Styles og Olivia Wilde nýjasta par Hollywood

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 5. janúar 2021 08:28

Harry Styles og Olivia Wilde.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Styles og Olivia Wilde eru nýjasta par Hollywood. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hafa þau verið að stinga saman nefjum í nokkurt skeið en síðastliðna helgi fóru þau saman í brúðkaup og sást til þeirra haldast í hendur. Page Six greinir frá.

Tónlistarmaðurinn Harry Styles, 26 ára, og leikkonan Olivia Wilde, 36 ára, fóru saman í brúðkaup umboðsmanns þess fyrrnefnda, Jeff Azoff. Hér má sjá mynd af þeim haldast í hendur.

Harry og Olivia vinna saman um þessar mundir við spennutryllirinn Don‘t Worry Darling. Olivia er bæði leikstjóri og framleiðandi myndarinnar og fer Harry með hlutverk í henni.

Samkvæmt heimildarmanni E! News hegðuðu Olivia og Harry sér eins og par í brúðkaupinu og deildu hótelherbergi. Annar heimildarmaður sagði að Olivia og Harry hafa verið að hittast í einhvern tíma og hafa þeirra nánustu vinir vitað af því í nokkrar vikur.

Olivia var áður í sambandi með leikaranum Jason Sudeikis. Þau voru trúlofuð í sjö ár og eiga saman tvö börn. Þau greindu frá því í nóvember að þau höfðu sagt skilið við hvort annað fyrr á árinu en færu saman með forræði yfir börnunum og það gengi vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu