fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Viðskiptavinur World Class kvartar undan smitrakningarteyminu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 20:11

Bráðum verða hlaupabrettin ekki lengur mannlaus. Mynd: World Class

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkamsræktarstvöðvakeðjan World Class birtir í dag á heimasíðu sinni bréf frá konu sem þar á viðskipti. Konan greindist með Covid-19 og staðhæfir hún að smitrakningarteymi Almannavarna hafi skráð smit hennar á World Class þó að það sé bara einn möguleiki af mörgum og fyllilega sé ósannað að hún hafi smitast þar.

Þegar konan rakti ferðir sína fyrir teyminu kom fram að hún hefði farið í tiltekna verslun Krónunnar, sótt börnin sín í leikskóla og grunnskóla, og síðast en ekki síst vinni hún í fullu starfi sem hárgreiðslukona og það hefði verið fullbókað alla daga fram að deginum er hún fann fyrir einkennum:

„Ég smitaðist 3. október s.l. af covid-19 og þegar það var hringt í mig frá smitrakningarteyminu þá var ég spurð hvar ég væri búin að vera og ég sagði þeim það: væri að vinna í fullu starfi sem hárgreiðslukona og væri búin að vera fullbókuð alla dagana fram að deginum sem ég fann fyrir einkennum, ég væri búin að sækja börnin mín í leikskóla, grunnskóla, fara í krónu verslun (alltaf sömu krónu verslun) og á æfingu. Það eina sem þau spurðu mig útí af þessum stöðum var hvert ég hefði farið á æfingu. Ég svaraði „í World Class“ og þau spurðu hvaða World Class stöð og ég sagði í Laugum. Ég fór í tvo tíma þar þegar það var opið fyrir hópatíma og ég vissi nákvæmlega hvar ég hefði verið og klukkan hvað og hverjir voru næst mér í þessum tímum. Það smitaðist enginn af þeim sem ég var með í tíma né þjálfarinn sem gekk sjálfur frá búnaði fyrir og eftir tíma.

Konan segir að ekki sé hægt að rekja smit hennar með vissu en sú niðustaða sé valin að flokka það sem smit í World Class án þess að það liggi fyrir: „…þrátt fyrir að þau geti ekkert sagt til um hvar ég smitaðist.“

Konan bendir World Class á að hennar smit sé á meðal þeirra 73 sem „eignuð“ eru líkamsræktarstöðvum.

World Class hvetur aðra viðskiptavini sem kunni að hafa sambærilega sögu að segja að stíga fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Enn hlýrra loft í kortunum í dag

Enn hlýrra loft í kortunum í dag