fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Ítölum gert að halda sig heima um jólin

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. desember 2020 11:01

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir nokkurra daga deilur innan ítölsku ríkisstjórnarinnar tilkynni Giuseppe Conte, forsætisráðherra, loks um hertar sóttvarnaaðgerðir á föstudagskvöldið. Aðgerðunum er ætlað að koma í veg fyrir enn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19.

Samkvæmt aðgerðunum þá verða allar verslanir, sem ekki teljast selja nauðsynjavörur, að vera lokaðar 24. til 27. desember, 31. desember til 3. janúar og 5. og 6. janúar. Þessa daga mega Ítalir aðeins yfirgefa heimili sín til að fara til vinnu eða af heilbrigðisástæðum. Það verða því í raun aðeins matvöruverslanir og apótek sem mega hafa opið þessa daga.

„Staðan er erfið víða í Evrópu. Veiran heldur áfram að dreifa sér um allt,“ sagði Conte. „Sérfræðingar okkar óttast að smitum muni fjölga um jólin og því urðum við að grípa til aðgerða. En ég get fullvissað ykkur um að þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ sagði hann einnig.

Verslanir mega opna 28. til 30. desember og 4. janúar. Þessa daga má fólk fara út af heimilum sínum. Öll jólin verða barir og veitingastaðir að vera lokaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri