fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Ráðist á öryggisvörð – Fjöldi ökumanna í vímu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 05:33

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda tímanum í gær var tilkynnt um þjófnað á bók úr verslun í Breiðholti. Þegar öryggisvörður hafði afskipti af þjófnum brást hann illa við og réðst á öryggisvörðinn og veitti honum áverka. Maðurinn var handtekinn, grunaður um þjófnað, líkamsárás og hótanir. Hann var vistaður í fangageymslu.

Sex ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þrír þeirra voru staðnir að akstri, ítrekuðum, sviptir ökuréttindum og þessara þriggja er einnig grunaður um of hraðan akstur og að hafa ekki sinnt fyrirmælum lögreglu auk þess að vera með meint fíkniefni í vörslu sinni. Tveir af þessum ökumönnum lentu í umferðaróhöppum áður en lögreglan hafði afskipti af þeim.

Akstur eins ökumanns var stöðvaður síðdegis í gær og reyndist hann vera sviptur ökuréttindum. Hann hafði neytt áfengis en magn áfengis mældist undir refsimörkum. Hann var með unga dóttur sína með í för og var þeim ekið heim og barnsfaðir ökumanns fékk bíllyklana afhenta. Tilkynning var send til félagsmálayfirvalda um málið.

Brotist var inn í fyrirtæki í Hafnarfirði í nótt. Þar var kveikjuláslyklum bifreiða stolið.

Í Grafarvogi hafði lögreglan afskipti af manni sem er grunaður um framleiðslu fíkniefna en kannabisplöntur fundust hjá honum.

Ungur maður var handtekinn í Kópavogi í nótt, grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu. Annar ungur maður var handtekinn í Kópavogi á svipuðum tíma en hann er grunaður um eignaspjöll. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið
Fréttir
Í gær

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Í gær

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu
Fréttir
Í gær

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“
Fréttir
Í gær

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“