Á þriðja tímanum í nótt var maður handtekinn á Seltjarnarnesi en hann hafði reynt að brjóta upp hraðbanka. Hann var vistaður í fangageymslu.
Um klukkan 19 í gær voru tveir menn handteknir í Hlíðahverfi í Reykjavík grunaðir um húsbrot og fleira. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.
Á níunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn í Hlíðahverfi en hann er grunaður um vörslu/sölu fíkniefna og brot á vopnalögum. Hann var vistaður í fangageymslu.
Einn ökumaður var handtekinn í nótt en sá er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.