fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Þvottaþjófar í Kópavogi – Reyndi að brjóta upp hraðbanka

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. desember 2020 05:23

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um tvær konur sem voru að stela þvotti úr sameiginlegu þvottahúsi i fjölbýlishúsi í Kópavogi. Þær komust á undan á bifreið og höfðu föt og fleira á brott með sér.

Á þriðja tímanum í nótt var maður handtekinn á Seltjarnarnesi en hann hafði reynt að brjóta upp hraðbanka. Hann var vistaður í fangageymslu.

Um klukkan 19 í gær voru tveir menn handteknir í Hlíðahverfi í Reykjavík grunaðir um húsbrot og fleira. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn í Hlíðahverfi en hann er grunaður um vörslu/sölu fíkniefna og brot á vopnalögum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt en sá er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar