fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

„Þessi bylgja sem við höfum verið að eiga við undanfarið er komin vel niður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 11:20

Þórólfur Guðnason. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi dagsins að innanlandsmit væru á hraðri niðurleið og þakkaði hann það góðri þátttöku almennings í þeim aðgerðum sem hafa verið í gildi. „Þessi bylgja sem við höfum verið að eiga við undanfarið er komin vel niður,“ sagði Þórólfur.

Þrjú innanlandssmit greindust í gær, þar af voru tveir í sóttkví. Rúmlega 500 sýni voru tekin. 198 eru nú í einangrun og 220 í sóttkví. 45 eru á sjúkrahúsi vegn COVID-19, þar af tveir á gjörgæslu.

Þórólfur sagði mikilvægt að fylgjast vel með þeim sem greinast á landamærum og tryggja að þeir fari í einangrun. Litlar hópsýkingar hafi komið upp í kringum slíka aðila.

Núverandi samkomutakmarkanir gilda til og með 1. desember. Þórólfur sendir tillögur til heilbrigðisráðherra um fyrirkomulag áframhaldandi takmarkana og munu þær takmarkanir verða í gildi út árið. Þá verða í vikunni gefnar út sérstakar leiðbeiningar varðandi veisluhöld.

Vinna er hafin við undirbúning á bólusetningu. Þórólfur minnti á að þar sé ekkert í hendi, við vitum ekki hvenær bóluefni verður afhent né hvað við fáum mikið af því. En mikilvægt sé að vera tilbúin þegar bóluefnið kemur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni