fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Faðir Bjarts hætt kominn eftir sjálfsvígstilraun – „Ég elska þig að eilífu, pabbi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. nóvember 2020 19:48

Feðgarnir Engill Bjartur Einisson og Einir Jónsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóðskáldið Engill Bjartur Einisson hefur átt erfiða og tilfinningaþrungna helgi en faðir hans, Einir Jónsson, reyndi að taka líf sitt á föstudagsnóttina. Liggur hann nú þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Bjartur steig fram í morgun með tilfinningaþrunginn pistil um málið á Facebook og hafa þau áhrifamiklu skrif vakið mikla athygli. „Ég var harðákveðinn í því þegar þetta skeði að vera ekki í neinum feluleikjum. Það hefur vond áhrif bæði á mig og aðra sem kunna að vera í sömu sporum,“ segir hann í viðtali við DV.

Einir Jónsson er 47 ára gamall læknir. Hann hefur glímt við afleiðingar ofálags frá læknanáminu en Bjartur lýsir veikindum föður síns svo:

„Hann missti heilsuna í læknanáminu, einkum og sér í lagi á kandidatsárinu. Það fór gjörsamlega með hann. Hann vill meina að læknastéttin hafi farið illa með sig, það hefur hann talað um síðustu misserin. Sjúkdómsgreiningin hans er þunglyndi og síþreyta. Síþreyta er sjúkdómur sem einkennist af því að fólk nær aldrei að viðhalda þessum hefðbundnu þrek levelum sem venjulegt fólk nær að viðhalda. Síþreytusjúklingar eru mestmegnis rúmliggjandi, eiga erfitt með að sitja í stólum og eiga erfitt með hversdagslegar athafnir sem heilbrigt fólk leikur sér að, til að mynda að taka úr uppþvottavélinni, fara í sturtu eða bara fara út með ruslið.“

Einir telur að síþreytan hafi orsakast af ofálagi á kandidatsári hans í læknanáminu. „Hann var á sólarhringsvöktum og jafnvel 36 tíma vöktum og hann einfaldlega hafði ekki heilsuna í þetta og missti því heilsuna. Fór hann á örorku mjög ungur.“

Bjartur segir að síþreytan og þunglyndið hafi haldist í hendur hjá föður sínum. „Það hefur ekki góð áhrif á geðið að hafa ekki líkamlegt afl til að gera það sem mann langar til. Í tilfelli pabba er þetta mjög greinilegt, ég tek eftir því að þunglyndið hans versnar þegar líkamleg einkenni versna, þ.e. síþreytan og gigtin sem hann er líka þjáður af.“

Reyndi að hressa og hugga föður sinn

„Í gær var hann í mjög vondu jafnvægi eins og mörg önnur kvöld og hafði meðal annars verið að rífast við eiginkonu sína, mömmu mína. Hann var í tiltölulega slæmu skapi langt fram eftir kvöldi. En ég reyndi eftir fremsta megni að hressa hann við og hugga hann því það er hlutverk mitt sem sonar að láta honum pabba mínum líða betur. Og það heppnaðist upp að vissu marki, eða svo hélt ég, því hann virtist vera orðinn glaður og allt fallið í ljúfa löð um miðnæturbilið þegar ég fór til rekkju og mamma og litli bróðir minn líka.“

Bjartur gat hins vegar ekki sofið en hann var með eyrnatappa í eyrunum og heyrði ekkert. Er hann fór fram úr um þrjúleytið varð hann var við óþægileg ummerki. Búið var að brjóta upp lyfjaskápinn og sterk lyf í banvænu magni voru horfin. Önnur sterk lyf voru horfin úr ísskápnum. Við nánari athugun kom í ljós að Einir var farinn á bílnum sínum.

Bjartur og móðir hans höfðu samband við lögreglu. Bjartur ber lögregluliðinu afar vel söguna sem reyndi eftir fremsta megni að fá þau mæðgin til að leggja höfuð í bleyti og láta sér detta í hug staði þar sem heimilisfaðirinn gæti verið niðurkominn. Hjálparsveit leitaði Einis en hann fannst í bíl sínum utan vegar við Hólmsheiði, hálfmeðvitundarlaus, um sjöleytið í morgun.

Bjartur segir að það sé afar sárt að vegna COVID-reglna hafi hann og móðir hans ekki fengið að hitta föður hans ennþá. Einir mun vera úr lífshættu en því miður er ekki hægt að útiloka að hann hafi orðið fyrir heilaskaða. Verður það að koma betur í ljós síðar.

„Hann talar, hann er með fulla meðvitund, en við höfum samt áhyggjur af því að hann hafi borið heilaskaða af þessu, vægan eða mikinn, við vitum það ekki. Það eina sem við getum gert núna er að bíða og vona og biðja um bata til handa elsku pabba mínum. Við biðjum líka fyrir bata allra þunglyndissjúklinga sem eru að stríða við sama vanda eða svipaðan.“

Sem fyrr segir rekur Bjartur þessa sögu í áhrifamiklum pistli sem hægt er að lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan. Í lok pistilsins segir Bjartur:

„Guðs vilji sker ávallt úr um hluti er varða líf og dauða. Og ég krýp á kné mér af þakklæti fyrir að dómurinn sé áframhaldandi nærvera míns ástkæra pabba – hve löng sem hún reynist vera.
Ég elska þig að eilífu pabbi ❤️

https://www.facebook.com/Gummi8/posts/4160378977321891

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir