fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Tveir þrautreyndir fréttamenn í hópi þeirra sem sagt var upp á RÚV

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Hlíðar Harðarson, Pálmi Jónasson og Úlla Árdal eru þeir þrír fréttamenn sem sagt var upp í hagræðingaraðgerðum RÚV. Ýmsir aðrir starfsmenn fá skert starfshlutfall og aðrir eru færðir til.

Jóhann og Pálmi eru þrautreyndir fréttamenn. Jóhann hefur starfað í erlendum fréttum en Pálmi verið umsjónarmaður fréttaskýringaþáttarins Spegillinn.

Úlla Árdal er með minnstu starfsreynsluna af þessum þremur en hún kom til starfa á RÚV árið 2019. Hefur hún vakið athygli fyrir snörp fréttaskrif.

Jóhann vildi ekkert tjá sig um málið er DV hafði samband. Úlla Árdal staðfesti uppsögnina í símtali en vildi engu svara um það hvort hún ynni uppsagnarfrest eða hætti störfum strax. Ekki náðist í Pálma við vinnslu fréttarinnar.

Í skriflegu svari til Vísir.is segir Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri að uppsagnirnar séu tilkomnar vegna niðurskurðar. „Eins og staðan er núna stefnir hann hátt í tíu prósent og því ógerlegt annað er fækka í starfsliði fréttastofunnar,“ segir hún.

Segir Rakel jafnframt að heildarskerðingin á fjármagni til fréttastofu RÚV jafngildi níu stöðugildum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag