fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Fimm sem gætu tekið við nú þegar Hamren er að hætta

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 14. nóvember 2020 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren mun hætta sem þjálfari Íslands eftir leikina gegn Dönum og Englandi. Þetta staðfesti hann á fréttamannafundi í dag.

„Tveir leikir eftir á þessu ári, tveir mikilvægir leikir gegn Dönum og Englandi. Ég mun hætta sem þjálfari Íslands, ég fékk spurningar um þetta eftir Ungverjaland. Ég ræddi við Guðna og leikmennina, ég vildi láta þá vita að ég hætti,“ sagði Hamren og kom mörgum á óvart með þessari tilkynningu.

Meira:
Erik Hamren hættir sem þjálfari Íslands – „Þetta var mín ákvörðun“

Nú þarf Guðni Bergsson að velja nýjan þjálfara sem tekur við af Hamren ásamt stjórn KSÍ. Undankeppni HM hefst í mars og því er ekki mikill tími til stefnu.

Hér að neðan eru fimm kostir sem gætu komið itl greina.

Arnar Þór Viðarsson

Er þessa dagana sterklega orðaður við starfið en Arnar er í dag þjálfari U21 árs landsliðsins og yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Hafði þjálfað í Belgíu áður en hann tók til starfa hjá KSÍ, gæti komið til greina ef horft er til þjálfara hér heima.

Getty Images

Stale Solbakken

Solbakken var rekinn úr starfi hjá FCK í síðasta mánuði og hann gæti verið til í að reyna fyrir sér með landsliðið. Gerði gott mót hjá FCK en hefur einnig þjálfað Wolves og Köln.

Anton Brink

Rúnar Kristinsson

Nafnið sem er oftast nefnt til sögunnar þegar eftirmaður Erik Hamren er ræddur, hefur spilað flesta landsleiki fyrir hönd Íslands og hefur náð góðum árangri í þjálfun hjá KR.

Heimir Guðjónsson

Sá íslenski þjálfari sem hefur mesta reynslu í Evrópukeppnum gæti verið kostur fyrir KSÍ að skoða, sigurvegari af guðs náð.

Åge Hareide

Fékk ekki að halda áfram með danska landsliðið þrátt fyrir góðan árangur, leikstíll Hareide gæti hentað íslenska landsliðsins. 67 ára með mikla reynslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld