fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Sagður hafa misþyrmt lögreglumanni og hótað að berja eiginkonur og börn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 19:20

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörutíu og tveggja ára gamall maður frá Akureyri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og sérlega hættulega líkamsárás. Atvikið átti sér stað 2. desember 2018.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum en ákæran er í tveimur liðum. Í fyrsta lagi er manninum gefið að sök að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni inni í lögreglubíl fyrir utan Enska barinn í Austurstræti, en lögreglumaðurinn hafði handtekið manninn. Er hann sagður hafa sparkað tvisvar í andlit lögreglumannsins með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut heilahristing, mar á augnloki og augnsvæði og yfirborðsáverka á höfuð.

Í annan stað er manninum gefið að sök að hafa skömmu síðar, á lögreglustöðinni við Hverfisgötu, hótað fjórum lögreglumönnum sem þar voru við skyldustörf ofbeldi og sagst ítrekað ætla að lemja konur þeirra og börn.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Maðurinn játaði sök sína skýlaust og er dómsuppkvaðning í málinu á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?
Fréttir
Í gær

Erkiengill vill umbreyta hörmungarhúsi í miðbænum

Erkiengill vill umbreyta hörmungarhúsi í miðbænum
Fréttir
Í gær

Umsögn skipulagsfulltrúa um „Græna gímaldið“ ansi afgerandi – „Leyfi til að gera ljótar byggingar er mikið á Íslandi“ 

Umsögn skipulagsfulltrúa um „Græna gímaldið“ ansi afgerandi – „Leyfi til að gera ljótar byggingar er mikið á Íslandi“ 
Fréttir
Í gær

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Í gær

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík
Fréttir
Í gær

Mál séra Friðriks ekki opnað að nýju: „Þar með var settur punktur við þetta erfiða mál“

Mál séra Friðriks ekki opnað að nýju: „Þar með var settur punktur við þetta erfiða mál“