fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Sagður hafa misþyrmt lögreglumanni og hótað að berja eiginkonur og börn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 19:20

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörutíu og tveggja ára gamall maður frá Akureyri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og sérlega hættulega líkamsárás. Atvikið átti sér stað 2. desember 2018.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum en ákæran er í tveimur liðum. Í fyrsta lagi er manninum gefið að sök að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni inni í lögreglubíl fyrir utan Enska barinn í Austurstræti, en lögreglumaðurinn hafði handtekið manninn. Er hann sagður hafa sparkað tvisvar í andlit lögreglumannsins með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut heilahristing, mar á augnloki og augnsvæði og yfirborðsáverka á höfuð.

Í annan stað er manninum gefið að sök að hafa skömmu síðar, á lögreglustöðinni við Hverfisgötu, hótað fjórum lögreglumönnum sem þar voru við skyldustörf ofbeldi og sagst ítrekað ætla að lemja konur þeirra og börn.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Maðurinn játaði sök sína skýlaust og er dómsuppkvaðning í málinu á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“