fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Sagður hafa misþyrmt lögreglumanni og hótað að berja eiginkonur og börn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 19:20

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörutíu og tveggja ára gamall maður frá Akureyri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og sérlega hættulega líkamsárás. Atvikið átti sér stað 2. desember 2018.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum en ákæran er í tveimur liðum. Í fyrsta lagi er manninum gefið að sök að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni inni í lögreglubíl fyrir utan Enska barinn í Austurstræti, en lögreglumaðurinn hafði handtekið manninn. Er hann sagður hafa sparkað tvisvar í andlit lögreglumannsins með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut heilahristing, mar á augnloki og augnsvæði og yfirborðsáverka á höfuð.

Í annan stað er manninum gefið að sök að hafa skömmu síðar, á lögreglustöðinni við Hverfisgötu, hótað fjórum lögreglumönnum sem þar voru við skyldustörf ofbeldi og sagst ítrekað ætla að lemja konur þeirra og börn.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Maðurinn játaði sök sína skýlaust og er dómsuppkvaðning í málinu á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK