fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Skiptastjóri þrotabús Jóa Fel baðst lausnar – Nýr skiptastjóri skipaður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 14:13

Grímur Sigurðsson (t.v.) og Arnar Þór Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Sigurðsson, sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði skipað skiptastjóra yfir þrotabúi Jóa Fel samstæðurnnar, hefur beðist lausnar og nýr skiptastjóri tekið við búinu.

Þrotabúið og störf Gríms hafa verið í sviðsljósinu undanfarið en mikla athygli vakti er fjöldi fyrrverandi starfsmanna fékk ábyrgðarbréf frá þrotabúinu þar sem fullyrt var að fólkið skuldaði félaginu peninga. Um var að ræða vöruúttektir en starfsmenn sögðu allir að úttektirnar hefðu verið dregnar af launum þeirra. Meintar skuldir voru frá 21.000 og upp í 267.000 krónur. Virðist sem vanfærsla í bókhaldi hafi valdið þessum sendingum.

DV greindi frá því fyrir skömmu að eiginkona skiptastjórans Gríms Sigurðssonar hefði um tíma starfað á skrifstofu fyrirtækisins, meðal annars við bókhald. Sumir starfsmennirnir sem fengu umrædd innheimtubréf störfuðu hjá samstæðunni á sama tíma.

Grímur Sigurðsson hefur nú sagt sig frá starfanum og samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Reykjavíkur sem DV hefur undir höndum hefur nýr skiptastjóri tekið við, Arnar Þór Stefánsson lögmaður. Arnar starfar hjá lögmannsstofunni LEX.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?
Fréttir
Í gær

Erkiengill vill umbreyta hörmungarhúsi í miðbænum

Erkiengill vill umbreyta hörmungarhúsi í miðbænum
Fréttir
Í gær

Umsögn skipulagsfulltrúa um „Græna gímaldið“ ansi afgerandi – „Leyfi til að gera ljótar byggingar er mikið á Íslandi“ 

Umsögn skipulagsfulltrúa um „Græna gímaldið“ ansi afgerandi – „Leyfi til að gera ljótar byggingar er mikið á Íslandi“ 
Fréttir
Í gær

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Í gær

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík
Fréttir
Í gær

Mál séra Friðriks ekki opnað að nýju: „Þar með var settur punktur við þetta erfiða mál“

Mál séra Friðriks ekki opnað að nýju: „Þar með var settur punktur við þetta erfiða mál“