fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Úrval Útsýn fellir niður sólarflug um jólin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 10:51

Frá Tenerife.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrval Útsýn hefur fellt niður öll bein flug til Tenerife og Kanarí frá 19. desember til 31. janúar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

„Þessi ákvörðun var tekin sökum þess að aðstæður á eyjunum eru ekki eins og þær venjulega eiga að vera á sólaráfangastöðum okkar. Eins var ekki hægt að tryggja nægilega þátttöku í þessum flugum. Þetta eru aðstæður sem eru okkur að öllu óviðráðanlegar,“ segir í tilkynningunni.

„Við höfðum haldið í vonina um að aðstæður myndu breytast til hins betra með komandi tíma, en nú er verið að herða reglurnar á Kanaríeyjunum og því aðstæður þar ekki beint spennandi fyrir viðskiptavini okkar,“ segir enn fremur.

Haft hefur verið samband  við alla þá viðskiptavini sem eiga bókað út á þessum tíma.

„Þrátt fyrri niðurfelld bein flug til Tenerife og Kanarí höldum við áfram að aðstoða fólk með ferðirnar sínar um allan heim,“ segir enn fremur í tilkynningu frá Úrval Útsýnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK