fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Fréttir

Brostnir draumar á Hvammstanga – Stórt gjaldþrot hjá Gauksmýri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 17:43

Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í þrotabúi Gauksmýri, ferðaþjónustufyrirtækis á Hvammstanga. Á Sveitasetrinu Gauksmýri var rekin ferðaþjónusta með áherslu á náttúruskoðun og hestamennsku. Gistipláss og veitingashús voru á staðnum.

Kröfur í búið námu 282 og hálfri milljón. Eignir fundust í búinu fyrir 150 milljónum. Að sögn Einars Sigurónssonar lögmanns, sem var skiptastjóri, leysti Íslandsbanki þar til sín fasteignir sem hann átti veð í.

Samkvæmt heimildum DV hófust rekstrarerfiðleikar Gauksmýri nokkru fyrir kórónuveirufaraldurinn en ljóst er að hann hefur ekki bætt úr skák.

Að sögn skiptastjóra eru rekstrar-, gisti- og veitingaleyfi enn til staðar. Því er spurning hvort reksturinn verði endurvakinn síðar en örlög hans eru í höndum Íslandsbanka sem á fasteignirnar á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt