fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Svavar Knútur gagnrýnir harðlega átakið „Íslenskt skiptir máli“ – „Þetta er andstyggileg auglýsingaherferð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsingaherferðin „Íslenskt skiptir máli“ hefur vakið mikla athygli. Þar fékk auglýsingastofan Cirkus til liðs við sig nokkra íslenska framleiðendur og setti vörur þeirra í erlendan búning.

Sjá einnig: Stofnuðu Cirkus í miðjum heimsfaraldri

Þekktar íslenskar vöruumbúðir með erlendum merkingum vöktu mörgum ankannalega tilfinningu og styrktu kannski þá sannfæringu margra að íslenskt skipti máli.

En ekki eru allir hrifnir af þessu tiltæki, að minnsta kosti ekki söngvaskáldið góðkunna Svavar Knútur. Hann gefur auglýsingaherferðinni lága einkunn í pistli sem hann birti á Facebook í dag. Má á honum skilja að þarna sé verið að upphefja það sem íslenskt er með því að gera lítið úr öðrum þjóðum. Pistill hans er eftirfarandi:

Ég veit ekki hvaða „snillingi“ í markaðsmálum datt þetta í hug, en viðkomandi má alveg taka nokkra daga í að horfa í eigin barm og íhuga málefni eins og að ala á útlendingafæð, hvað óheilbrigð þjóðernishyggja og einangrunarstefna eru og að gera lítið úr öðrum þjóðum.
Þetta er andstyggileg auglysingaherferð og alls ekki það sem við þurfum núna. Hvorki sem þjóð né sem heimur.
Það eru til miklu fallegri leiðir til að höfða til þjóðlegra kennda, byggja upp jákvæða sjálfsmynd þjóðar og efla íslenska framleiðslu. Til dæmis að fókusera á jákvæða þætti íslensks samfélags og það að við séum stolt af okkar eigin framleiðslu. Það mætti draga fram það sem gerir okkur einstök, þjóðlög, dansa, kvæði, fókusera á hluti sem við eigum sameiginlega og gleðjumst yfir, lopapeysur, 17. júní og þjóðhátíð, mætingu á Pride, hvað sem er. Bara ekki drulla yfir aðrar þjóðir og þeirra menningu, framleiðslu, tungumál og tilvist.
Þú lyftir ekki sjálfum þér upp með því að setja aðra niður. Það er glatað. Ég myndi seint fá fólk til að kaupa mína tónlist með því að drulla yfir erlenda listamenn og gera þá tortyggilega.

https://islensktskiptirmali.is/ er glatað.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson

,

Mjólkursamsalan

,

Gæðabakstur – Ömmubakstur

,

Kjörís

og Freyja Sælgætisgerð mega endilega taka smá naflaskoðun.

P.s. Global?!? Really?!?!?!?“
Nokkuð líflegar umræður hafa sprottið um þennan pistil Svavars Knúts en þær má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan.

https://www.facebook.com/mrknutur/posts/10157885864683100

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“