fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Sakfelldur fyrir að fróa sér fyrir utan sólbaðsstofu – Bar fyrir sig húðsjúkdóm í pung

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 15:15

Frá sólbaðsstofu. Mynd tengist ekki frétt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið sakfelldur og dæmdur í 60 dags skilorðsbundið fangelsi við Héraðsdóms Reykjavíkur fyrir að fróa sér fyrir utan sólbaðsstofu vorið 2019. Handlék maðurinn kynfæri sín í viðurvist starfsstúlku á stofunni og horfði stíft á hana á meðan. Stúlkan reyndi fyrst að láta eins og hún tæki ekki eftir manninum en hringdi loks á lögreglu. Maðurinn starði á hana allan tímann og fannst henni þetta vera mjög óþægilegt og á sér brotið.

Maðurinn neitaði sekt fyrir dómi og sagðist hafa verið að klóra sér á pungnum vegna húðsjúkdóms sem ylli þrálátum kláða. En upptökur úr eftirlitsmyndavélum þóttu taka af allan vafa um að athæfi hans hefði verið lostugt og ögrandi enda sést hann þar taka getnaðarlim sinn úr buxnaklaufinni.

Mikil áfengislykt var af menninum er hann kom í ljós þennan dag en að sögn stúlkunnar var hann kurteis. Hann kom síðan hálfklæddur fram í afgreiðslu eftir ljósabaðið en stúlkan sagði það ekki vera óalgengt meðal viðskiptavina og hefði hún ekki kippt sér upp við það.

Í niðurstöðu dómsins segir, þar sem vitnað er til lagaákvæða sem gilda um atvik sem þetta:

„Samkvæmt 209. gr. almennra hegningarlaga skal hversem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis sæta fangelsi eða sektum ef brot er smávægilegt. Með lostugu athæfi í skilningi ákvæðisins er átt við athöfn af kynferðislegum toga sem gengur skemur en samræði og önnur kynferðismök eða kynferðisleg áreitni. Ekki er þó skilyrði að viðkomandi hafi fengið eitthvað kynferðislegt út úr athöfninni. Þá er það ekki skilyrði að sýnt hafi verið fram á að blygðunarsemi manna hafi raunverulega verið særð heldur er nægjanlegt að háttsemin hafi verið til þess fallin að særa blygðunarsemi annars manns.“

Dómurinn taldi hafið yfir vafa að háttsemi mannsins hefði beinst að stúlkunni því ákærði var skammt frá henni við gluggann og sá hana fyrir innan hann. Háttsemi sem þessi telst vera lostugt athæfi í skilningi hegningarlaga, sem fallið er til þess að særa blygðunarsemi. Segir dómurinn ljóst að sú hafi verið raunin í þessu tilviki. Var því maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot.

Sem fyrr segir var hann dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf jafnframt að greiða rúmlega 600.000 krónur í málskostnað.

Dóm héraðsdóms má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum