fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Þórólfur boðar góða aðventu og gleðileg jól – Aðeins 2 af 16 smitum í gær utan sóttkvíar

Heimir Hannesson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 11:20

mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

16 ný smit greindust í gær og af þeim voru aðeins 2 utan sóttkvíar. Sagði Þórólfur Guðnason að innanlandssmitum fækkaði nú jafnt og þétt, hægt og bítandi, og bæri að þakka góðum viðtökum almennings fyrir það.

Þá sagði Þórólfur að 13 væru nú látnir af völdum Covid-19 í þessari þriðju bylgju sem hófst 15. september. „Hlutfallið er nú orðið hærra en var í fyrstu bylgjunni, því miður,“ sagði hann. Á sjúkrahúsinu á Akureyri eru nú sex inniliggjandi, og enginn á gjörgæslu. Samtals hafa verið 160 einstaklingar innlagðir í þessari bylgju og er það hlutfall líka hærra en í fyrstu bylgju.

Þórólfur sagði að með áframhaldandi aðgæslu almennings hvað sóttvarnir varðar, væri ekkert því til fyrirstöðu að eiga góða aðventu, og góð jól.

5.101 hafa nú smitast af Covid-19 frá upphafi faraldursins og eru nú 621 í einangrun vegna smits. 68 einstaklingur eru á Landspítalanum sagði Páll Matthíasson. Rúmlega þúsund manns eru í sóttkví, eða 1.060.

Landspítali er áfram á neyðarstigi og enn mikið álag á heilbrigðiskerfinu. Þó sagði Víðir að álag væri að minnka í farsóttarhúsum og ástandið þar orðið stöðugt og viðráðanlegt.

Nýgengi smita er nú komið undir 150 og er nú 142,1. Hæst fór það í 290,7 þann 16. október.

Páll Matthíasson sagði jafnframt að dauðsföllin fimm vegna Covid-19 um helgina tengdust öll hópsmitsins á Landakoti, og að það sjötta væri yfirvofandi. Ástandið á Landspítalanum virðist fara batnandi en í máli Páls kom fram að fjöldi starfsmanna væri nú að losna úr sóttkví eða einangrun á næstu dögum. Þá væri búist við því að spítalinn færi af neyðarstigi fyrri hluta þessa viku, þó ekki í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík