fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Lögregla geti ekki tjáð sig um meint ofbeldi við handtöku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 09:53

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu í tilefni af umfjöllun Fréttablaðsins í dag um meint ofbeldi við handtöku manns við Hvaleyrarholt á mánudag.

Þar er haft eftir sjónarvottum að fjórir lögreglumenn hafi gengið hart fram við handtöku á manni sem grunaður var um vörslu fíkniefna og sagðist vera með COVID-19. Hafi þeir beitt piparúða og kylfum. Hafi maðurinn legið meðvitundarlaus í blóði sínu eftir átök við lögreglumennina.

Í tilkynningunni segir að lögreglan geti ekki tjáð sig um málið þar sem það sér til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Tilkynningin er svohljóðandi:

„Vegna umfjöllunar Fréttablaðsins í dag um handtöku manns í Hafnarfirði sl. mánudag vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að málinu hefur þegar verið vísað til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu getur því ekki tjáð sig frekar um málið á meðan svo er.

Á meðal málsgagna eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna á vettvangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli