fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Smitum fer fækkandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 10:55

Þórólfur Guðnason. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls greindust 25 með COVID-19 í gær og þar af voru 20 í sóttkví. Þetta eru ánægjulegar tölur miðað við þróunina undanfarið. Alls voru 2.084 sýni tekin í gær.

Í tali Víðis Reynissonar á upplýsingafundi dagsins kom fram að heilbrigðiskerfið væri undir miklu álagi en álag á sóttvarnarhúsum væri farið að minnka. Víðir sagði að við værum á ákveðinni ögurstund í þessari bylgju og hvatti hann fólk til að vera heima um helgina.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að ánægjulegt væri að sjá hvað fáir voru greindir utan sóttkvíar í gær, eða fimm. Þá fer hlutfall jákvæðra sýna lækkandi. Sagði Þórólfur að merki væru um að faraldurinn væri á niðurleið en lítið þyrfti út af að bregða til að kæmi upp hópsýking.

Fækkun hefur orðið á greindum smitum sem tengjast hópsýkingunni sem tengjast Landakoti.

Einn einstaklingur lést á Landspítala í gær og var hann yfir nírætt. Er þetta átjándi einstaklingurinn sem lætur lífið vegna COVID-19 hér á landi.

Þórólfur segir að vonandi takist að byrja tilslakanir þann 18. nóvember en fara verði í tilslakanir hægt og rólega. Setja þurfi fram sviðsmyndir á næstunni um hvernig við sjáum faraldurinn fyrir okkur næstu mánuði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax