Á sjöunda tímanum í gær var ekið á hjólreiðamann í Kópavogi. Hann slapp án meiðsla. Á ellefta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í austurborginni. Meintur árásarmaður var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Tveir ökumenn voru handteknir, grunaður um að vera undir áhrifum vímuefna. Annar þeirra reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi og bifreið hans var ótryggð.